4.3.2007 | 23:21
Mourvédre
En af hverju leitum við í mourvédre vínum. Hún angar af leðri, kryddjurtum og pipar og oft verðu hún sætari í nýja heiminum. Hún virðist njóta sín mjög vel með grenach og syrah (þau vín oft nefnd GSM) þar sem að hún virðist gefa gott krydd í vínin á móti fyllingu grenche og ávextinum í syrah. Dæmi um vín þar sem að mourvédre á í hlut eru, Domaine Tempier Cabassaou, d´Arenberg Mourvédre og Rosemount GSM
19.2.2007 | 17:23
Frábær GAJA
Jæja þá er ég nýkominn af GAJA kynningunni. Þar var smakkaður fjöldinn allur af frábærum vínum frá þessum einstaka framleiðanda sem einblínir frekar á gæði en magn.
Fyrst var smakkað hvítvínið GAIA & REY 1995 (GUY-yah eh rey) Langhe D.O.C. Þetta er chardonnay sem er geymdur á lítið notaðri eik í 6-8 mánuði og þvílíkt nammi. Lyktin var hunang og sítrus en í munni marsipan og aprikósur og gott jafnvægi bæði á sýru og eik. Vægast sagt frábært vín. Einkunn 9,5
Sito Moresco 2004 (SEE-toh moh-RES-koh)Langhe D.O.C. 35% Nebbiolo 35% Merlot35% Cabernet Sauvignon. 18 mánuðir á eik og 6 á flösku skiluðu sér í angan af rauðum berjum og flauelsmjúkt í munni með þónokkurri sýru, svolítið kardó í eftirbragði. Fínt vín einkunn 8,8
Promis 2004 ( PRO-mees) Toscana I.G.T. 55% Merlot 35% Syrah 10% Sangiovese Þetta vín var fjólublátt að lit og ilmaði af kirsuberjum með eik i undirtón. Í munni var það sólríkt og í góðu jafnvægi. Einkunn 8,5
Rennina 2000 ( ray-NEE-nah) Brunello di Montalcino D.O.C.G. Tvö ár á eik og tvö á flösku gaf af sér þroskaða rauða ávexti. Flauelsmjúkt í munni með sætum undirtón og töluverðu tanníni. Einkunn 9,2
Conteisa 1991 (kohn-TAY-zah) Langhe D.O.C.G var 100% nebbiolo sem var kominn með múrsteinsrauðan lit sökum aldurs gaf þó af sér angan af rauðum ávöxtum þó svo að minna hafi farið fyrir þeim í munni. Kannski kominn yfir það léttasta sökum aldurs. Einkunn 7
Barbaresco 2001 (bar-bah-RES-koh) Barbaresco D.O.C.G 100% nebbiolo. 24 mánuðir á eik, dökkrauður að lit og ilmur rauðum og dökkum berjum. Vel uppbyggt vín í munni og flókið bragð og silkimjúk tannín. Þetta vín var alveg tilbúið til drykkju en framleiðandi segir að hægt sé að geyma það í um 30 ár (líklegt að það klárist áður en nær 30 ára aldri) Einkunn 9,7
Niðurstaða: öll vínin með frábæran karaktar en báru þess merki að sami víngerðarmaðurinn hafi haft sína putta á þeim og á hann heiður skilinn fyrir einstök vín sem enginn unnandi góðra vína ætti að láta fram hjá sér fara.
19.2.2007 | 13:53
Dominique Plédel Jónsson
Franska víndrottningin sem hefur undanfarið alið manninn í Íslandi hélt námskeið fyrir vínklúbb Akureyrar síðastliðnn miðvikudag. Heiti námskeiðsins var vínlandafræði. Þetta var kannski ekki djúpsjávarköfun í vínlandafræði. Heldur var farið létt í sögu vínsins, víngerðina og mismuninn milli nýja og gamla heimsins. Síðan voru smökkuð nokkur vín.
Leonardo Chianti þótti nútímalegur þó með hefðbundnum kirsuberjailm og var frekar sætur í munni
Beronia Reserva var nokkuð hefðbundinn Rioja, eikaður og vanilluilmur og ilmur af appelsínu og því verðugt að prófa með súkkulaði
Chateau d´Agassac ver frekar lokaður en ilmaði þó af sólberjum og eik, en þyrfti að geyma í 2-5 ár eða umhella kröftulega fyrir neyslu.
Trivento Cabernet Malbec var gríðarlega þunglamalegur og illaðgengilegur
Pepperwood Syrah var frekar ljóst að lit miðað við syrah, lítl eik og töluverð sýra, svolítið nýr stíll á syrah vínum
Climbing shiraz fékk miðaverðlaunin þetta kvöldið. En hér er á ferð gamall víngerðamaður frá Rosemount sem hefur greinilega ekki fengið sínum hugmyndum framgengt þar. Hérna hefur hann lækkað alkóhólið og eikina sem skilar sér í betra jafnvægi og aðgengilegara víni. Flott með grilluðu rib eye
Næst tek ég fyrir vín frá Gaja en víngerðamaðurinn Angelo Gaja er margverðlaunaður í sínu fagi og verður það nú aldeilis spennandi
19.2.2007 | 13:35
Nýtt þema fyrir bloggið
22.1.2007 | 23:02
er hitabylgja á leiðinni........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2007 | 23:12
karlmennskan uppmáluð
Skólapiltar heilsuðu þorra á brókinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 20:51
Áfram Halla
Ekki það að ég þekki þessa konu neitt en af þeim framboðum sem kominn eru fram þá hljótum við að stiðja Höllu. Þessi Jafet gaur, fyrrverandi bankastjóri eða eitthvað í þá áttina, lýtur út eins og frampot af verstu gerð og það af gamla skólanum. Svo er það Geir Þorsteins sem mun væntanlega fara í sömu vaðstígvélin og Eggert Magnússon hefur verið í. Það er kominn tími til að hrista upp í KSÍ eftir mikla vaxtarverki síðustu ára. Við hljótum að geta hætt að stunda þenna lobbyisma sem hefur grasserað í UEFA, FIFA, KSÍ og öðrum knattspyrnusamböndum í heiminum í dag. Þetta hefur bara verið hreppapolítík af verstu gerð. Þess vegna verðum við að fá nýtt og fersk blóð í KSÍ formannsstólinn.
Halla gefur kost á sér í formannskjöri KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 00:01
Fanney Dóra fann mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2007 | 00:56
Chateau d´yquem
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2007 | 00:49
erum við að láta nossarana taka okkur....
ég sem hélt alltaf að við íslendingar værum duglegust á tæknisviðinu, öll heimili í landinu með adsl, 5-105 ára með gsm síma. Svo kemur nossarinn og tekur okkur í bakaríið. Síminn og Vodafone hljóta að eiga eftir að skila inn sínum tölum, eða að þeir hafi gleymt að reikna inn þessa margfrægu höfðatölu. Ég man þegar ég var í tilhugalífinu þá komst maður uppí 1000 SMS á mánuði og það skilaði sér í því að ég er tveggja barna faðir í dag í sambúð og það á ég bara gsm símanum mínum að þakka..... eða hvað
Norðmenn duglegastir í heiminum við að senda SMS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)